Öskudagsfjör

Í dag er búið að vera mikið fjör í leikskólanum, flestir fóru í búningana sína um leið og þau mættu með aðstoða foreldra sinna, en sumir vildu aðeins bíða, það var bara allt í góðu. Opið flæði var í öllum leikskólanum þar sem þau máttu vera hvar sem, það finnst krökkunum mjög spennandi. Hittumst við svo öll saman í vinastund þar sem Hrönn fór yfir allar þær verur sem voru á staðnum ;) gaman var að sjá fjölbreytnina hjá krökkunum í búningavali og búningagerð, má sjá allar hugmyndirnar á mynd hér fyrir neðan. Kristín tók fram gítarinn og við sungum saman nokkur lög. Eftir vinastundina var komið að því að slá köttinn úr tunnunni, Þrastarhreiður og Lóuhreiður fóru í salinn að slá þar úr tunnunni, en eldri deildirnar fjórar, Krumma-, Álfta-, Arnar- og Spóahreiður voru á Mýri að slá köttinn úr tunnunni, inni í tunnunni var snakk fyrir alla :) Þá var komið að öskudagsballinu, þar sem við dönsuðum við fjölbreytta tónlist sem Svandís sá um sem og óskalög barnanna. Loks var komið að pylsupartýinu, þar sem börnin fóru og fengu pylsu og máttu setjast hvar sem er í leikskólanum. Eftir mikinn undirbúning og mikla spennu áttum við dásamlegan dag í Rjúpnahæð.


Smá fróðleikur um hugmyndafræðina bakvið búningagerðina

Hugmyndin að öskudagsbúningagerð er byggð á hugmyndafræði sem kallast hugsmíðahyggja. Þar er námsumhverfið opið og auðugt og börnin fá tækifæri til að vera sjálfstæð í að skapa sitt eigið. Hlutverk kennaranna er síðan að skapa það umhverfi og andrúmsloft sem leiðir til náms með tilliti til aldurs hverrar deildar. Við höfum gert þetta með því að gera börnunum kleift að útbúa sína eigin búninga fyrir öskudagsgleðina í leikskólanum. Við biðjum foreldra að koma með bol í leikskólann sem börnin síðan útfæra eftir sínu höfði. Við leggjum síðan fram allan þann efnivið sem hægt er að bæta við til að ná þeim árangri sem börnin vilja. Fyrst byrjum við á umræðu um öskudaginn í samverustund með opinni spurningu um hvað við viljum vera á öskudaginn. Þegar sú umræða er búin teikna börnin búningana sína á blað eins og sannir hönnuðir gera. Að því loknu er hafist handa við að breyta bolnum í búning allt eftir því hvað ákveðið var í upphafi. Mála, klippa, sauma, búa til fylgihluti og jafnvel hvernig þau vilja vera máluð. Undirbúningsferlið tekur allt að sex vikur.

Við öskudagsbúningagerðina vinnum við að 2. og 12.grein barnasáttmálans, barnið fær að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif sem og jafnræði og engin mismunum þar sem allir gera sína búninga, engin í keyptum búningum. Að heimsmarkmiðunum stuðlum við endurnýtingu á fatnaði með því að óska eftir notuðum bolum að heiman, jafnræði og stuðla að sjálfbærni með því að endurnýta efnivið.


Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör Fréttamynd - Öskudagsfjör

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn