Jólaverkstæði

Á þriðjudag og miðvikudag í vikunni voru jólaverkstæðin hjá okkur í Rjúpnahæð þar sem foreldrar komu og áttu notalega stund með börnum sínum og starfsfólki. Í ár var 100% mæting. Yndislegir dagar þar sem allir fengu að njóta sín að föndra, skreyta piparkökur, skera út laufabrauð, borða smákökur og drekka súkkulaði.
Við munum svo nýta það sem börnin gerðu með ykkur á svæðunum og skreyta leikskólann, þau hengja til að mynda jólaskrautið sitt sjálf á jólatréið okkar en þegar fer að líða að jólum fara þau með mest allt skrautið sitt heim. Laufabrauðið verður borðað með jólamatnum og piparkökurnar í jólakaffinu :)
Takk kærlega fyrir komuna og samveruna
Nokkrar myndir frá dögunum fylgja fréttinni
Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði Fréttamynd - Jólaverkstæði

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn