Jólaball og Jólamatur

Á miðvikudaginn 7. desember var mikill hátíðisdagur hjá okkur í leikskólanum þar sem við vorum með jólaball og hátíðarjólamat.
Fyrst byrjuðu börnin á Álftahreiðri að syngja nokkur jólalög fyrir alla hina. Síðan hófst ballið með að Dj Hlynur spilaði nokkur jólalög fyrir börn og fullorðna. Svo fengum við góða heimsókn frá tveimur rauðklæddum mönnum sem voru með mikil læti. Þetta voru þeir Giljagaur og Stúfur. Þeir sungu með okkur heillengi og komu síðan inn á allar deildir til að gefa börnunum smá gjöf úr pokunum þeirra. Allir skemmtu sér með besta móti á Jólaballinu.
Það var búið að dekka upp borð í flæðinu fyrir alla á Mýri og Móa, með dúk og jólaskrauti fyrir jólamatinn.
Við settumst síðan öll saman og nutum þess að borða jólamat, hamborgarhrygg, brúnaðar kartöflur, grænar baunir, maís baunir, rauðkál
og sveppasósu.
Hérna koma nokkrar myndir frá deginum.


Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur Fréttamynd - Jólaball og Jólamatur

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn