Öskudagur miðvikudaginn 22. febrúar

Á miðvikudaginn er komið að öskudeginum :) það er mikil hátíð í Rjúpnahæð og stendur mikið til. Það hafa komið upp margar hugmyndir frá krökkunum um hvernig á að skreyta og hvað eigi að gera í tilefni dagsins. Danspartý með diskókúlu og öllu tilheyrandi :)
Krakkarnir hafa heldur betur verið að gera flotta búninga með og án fylgihluta og gaman að sjá hversu skemmtilegir og fjölbreyttir þeir eru.
Með fréttinni fylgir dagskráin ;)