Varðandi fyrirhuguð verkföll


Varðandi fyrirhuguð verkföll
Starfsmannafélag Kópavogs (SFK) og Efling hafa boðað verkföll 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, ½ 19. mars, ½ 20. mars, 24.mars, ½ 25.mars, 26. mars, ½ 27. mars, 31. mars og 1. apríl og ótímabundið frá 15. apríl.
Áhrif mögulegra verkfalla er mjög mismunandi milli stofnana eftir fjölda starfsmanna í hvoru félagi.
Starfsmenn Eflingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá og með mánudeginum 9. mars. Starfsmenn Eflingar sinna m.a ræstingum í leikskólum.
Starfsmenn SFK hafa boðað verkfall á áður nefndum dagsetningum.
Ekki verður innheimt fyrir þjónustu sem fellur niður vegna verkfalls.
Foreldrum er bent á að skrá forföll barna sinna í Völunni, senda tölvupóst en takmarka símhringingar.
Ef til verkfalls kemur þá munu áhrif verkfalls m.a. verða með eftirfarandi hætti :

Mánudagur 9. mars og þriðjudagur 10. mars
Starfsmenn SFK
Skerðing viðveru barna mun eiga sér stað ef til fyrirhugaðs verkfalls kemur. Nánari upplýsingar munu berast á morgun.

Eldhús
Matráður er í Matvís og því eldhúsið opið í leikskólanum.

Stuðningsfulltrúar
Stuðningur sem veittur hefur verið af stuðningsfulltrúum fellur niður ef stuðningsfulltrúi er í SFK.

Ræsting
Engin ræsting fer fram frá og með mánudeginum 9. mars.

Nánari upplýsingar berast síðar.

Kveðja
Hrönn leikskólastjóri og Margrét aðstoðarleikskólastjóri