Aðgerðaráætlun vegna COVID-19

Vegna Kórónuveirunnar COVID-19 höfum við gert ýmsar ráðstafanir í Rjúpnahæð samkvæmt tilmælum Neyðarstjórnar Kópavogs og Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.

Virkjað hefur verið öryggisteymi Rjúpnahæðar sem fundar reglulega þessa dagana. Í öryggisteyminu sitja leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri, sérkennslustjóri, allir deildarstjórar, starfsmenn sem sjá um úti-og innieftirlit og matráður.

Aðgerðir sem komnar eru í gang:
·      þrifið eru aukalega nokkrum sinnum á dag kranar og handlaugar á salernum, borð, hurðahúna, ljósarofar o.fl. Starfsmenn deilda sjá um auka þrifin.
·      kaffistofa, tekið hefur verið allt meðlæti og álegg af kaffistofu og starfsmenn beðnir um að koma með sitt eigið millimál.
·      spritt er aðgengilegt inni í fataklefum, inni á deildum og í Bjargi

Aðgerðir sem snúa að starfi leikskólans:
Frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra er ¿talið er öruggast að matur sé skammtaður af starfsmönnum skólanna, sem ættu að nota einnota hanska við vinnu sína¿.

Morgunmatur:
Eins og þið vitið er markmið leikskólans sjálfræði fram að þessu hafa börnin fengið aðstoða við að skammta sér sjálf hafragraut og þeim boðið að fá sér ávexti úr skálum (á ekki við yngstu börnin).
Frá og með deginum í dag gefa starfsmenn börnunum hafragrautinn í skálar og afhenta þeim.
Starfsmaður er með ávextina hjá sér, spyr börnin hvað þau vilja og afhentir þeim annaðhvort í hönskum eða með skeið.
Yngstu börnin: fá hvert og eitt sína skál með niðurskornum ávöxtum
 
Hádegismatur (á ekki við yngstu börnin):
Eins og þið vitið er markmið leikskólans sjálfræði fram að þessu hafa börnin náð sér og skammtað sér matinn sjálf á diskinn af hlaðborði.
Í ljósi þessara aðstæðna sem við stöndum frammi fyrir öllsömul þá verður frá og með deginum í dag matmálstímanum háttað þannig að starfsmenn setja matinn á diskinn fyrir börnin(þeir starfsmenn sem setja matinn á diskinn verða í hönskum) en að sjálfsögðu höldum við áfram að vera með sjálfræði og spyrjum þau að því hversu mikið þau vilja og hvað þau vilja, eins og einn nemandi orðaði svo vel að kennararnir væru bara að þjóna okkur ¿¿
 
Kaffitími (á ekki við yngstu börnin):
Í kaffitímanum vinnum við einnig að markmiði leikskólans með sjálfræði að leiðarljósi þar sem þau fara á hlaðborðið ná sér í mat og álegg sjálf og sjá sjálf um að smyrja.
Frá og með deginum í dag smyrja starfsmenn fyrir börnin á vögnum, spyrja þau hvað þau vilja og rétta þeim það sem þau óska eftir.

Í morgun fóru Hrönn og Margrét í samveru til allra krakkana á Mýri (Krumma-, Álfta-, Arnar- og Spóahreiður) til þess að útskýra fyrir þeim þessar breytingar, þau voru ótrúlega flott og margir vissu vel af hverju við þyrftum að gera þessar breytingar tímabundið.

Hér fyrir neðan má sjá teiknaða mynd eftir Sögu á Arnarhreiðri af Kórónuveirunni