Útskrift elstu barna

Á föstudaginn útskrifuðust börnin á Álftahreiðri við hátíðlega athöfn í Lindakirkju. Foreldrar, systkini, ömmur, afar, frænkur og frændur komu og voru viðstödd. Mikill spenningur var hjá krökkunum sem eðlilegt er og sungu þau nokkur lög með glæsibrag.
Margrét og Unnur héldu ræðu til barnanna einnig sýndi Unnur skemmtilegt myndband sem þau sendu Unnu í tilefni giftingar hennar síðasta haust. Foreldarnir héldu smá ræðu fyrir hönd foreldra- og barnahópsins og afhentu kennurum deildarinnar gjafir. Börnin voru síðan leyst út með útskriftarskjali, kveðjuskjali frá deildinni og rós. Eftir athöfnina buðu börnin í veislu þar sem boðið var upp á bollakökur bakaðar af Rakel matráðnum okkar, ávexti, kaffi og safa.
Hjartans þakkir fyrir yndislegan og fullkominn útskriftardag kæru vinir!

Það toppaði svo helgina að það var samið svo að þau byrja í ævintýralandi í Salaskóla á mánudaginn
Fréttamynd - Útskrift elstu barna Fréttamynd - Útskrift elstu barna Fréttamynd - Útskrift elstu barna Fréttamynd - Útskrift elstu barna

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn