Sumarhátíð Rjúpnahæðar 2023 og opið hús
Í dag héldum við sumarhátíð Rjúpnahæðar. Við byrjuðum daginn inni þar sem börnin fengu andlitsmálingu sem vildu, vorum með flæði á milli allra deilda og undirbjuggum okkur fyrir sumarhátíðina. Veðrið var ekki alveg eins og við hefðum kosið að hafa það en það var alveg þokkalegt á meðan hátíðin var og létum það ekki á okkur fá.
Við byrjuðum hátíðina með vinastund og varðeld, síðan var farið í Rjúpnahæðarhlaupið undir stjórn Siggu Lilju, Sirkusinn kom í heimsókn og var með frábært atriði, foreldrafélagið bauð upp á grillaðar pulsur og grillaða sykurpúða sem sló í gegn. Í garðinum buðum við upp á þau svæði sem eru vanalega í boði í sumrskólanum okkar. Takk kærlega allir fyrir komuna.
Myndir fylgja fréttinni :)