Berjadagar og uppskeruhátíð

Í þessari viku eru berjadagar. Við erum byrjuð að tína rifsber af trjánum og ætlum að sulta úr þeim á miðvikudaginn. Á föstudaginn ætlum við síðan að hafa vöfflukaffi til þess að smakka á dýrindis sultunni okkar!

Á föstudaginn ætlum við einnig að halda uppskeruhátíð þar sem við smökkum á allskonar grænmeti og höldum uppskeruball :) Á uppskeruhátíð mega allir sem vilja koma í búning.