Verkfall Eflingarfélaga í Kópavogi

Eins og fram kom í póstinum hjá okkur í dag hefur verkfall Eflingarfélaga í Kópavogi áhrif á opnun leikskólans þar sem ræstingin hjá okkur er í því félagi og hefur leikskólinn ekki verið þrifinn síðan á föstudag. Leikskólinn er lokaður hjá okkur á morgun og þar til verkfall leysist. Endilega fylgist vel með fréttum, um leið og eitthvað breytist munum við senda ykkur tölvupóst.