Jólafréttir frá Rjúpnahæð

Það er mikið jólastúss búið að vera í gangi hjá okkur í Rjúpnahæð.
Eftir jólamatinn og jólaballið fórum við að undirbúa komu jólasveinanna sem skilja alltaf eftir bréf fyrir börnin. En fyrsti jólasveinninn kom einmitt aðfaranótt 12. des.

Einnig höfum við fengið að sjá eitt leikrit sem hann Ingi Hrafn leikari setti upp fyrir okkur og heitir það "Jólakötturinn og dularfulla kistan."
Þar tóku bæði börnin og kennararnir virkan þátt í sýningunni.

Við höldum einnig uppá aðventuna með jólavinastund á hverjum föstudegi fyrir jól. Það er alltaf næst elsta deildin sem sér um að kveikja á kertunum og hafa þau staðið sig með prýði.

Börnin hafa líka unnið hörðum höndum að klára jólagjafirnar til foreldra sinna og verða þær sendar heim í vikunni.Fréttamynd - Jólafréttir frá Rjúpnahæð Fréttamynd - Jólafréttir frá Rjúpnahæð Fréttamynd - Jólafréttir frá Rjúpnahæð Fréttamynd - Jólafréttir frá Rjúpnahæð Fréttamynd - Jólafréttir frá Rjúpnahæð Fréttamynd - Jólafréttir frá Rjúpnahæð Fréttamynd - Jólafréttir frá Rjúpnahæð Fréttamynd - Jólafréttir frá Rjúpnahæð Fréttamynd - Jólafréttir frá Rjúpnahæð Fréttamynd - Jólafréttir frá Rjúpnahæð Fréttamynd - Jólafréttir frá Rjúpnahæð Fréttamynd - Jólafréttir frá Rjúpnahæð

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn