Samningar náðust ekki

Því miður náðust ekki samningar í dag hjá Eflingu og verður leikskólinn því lokaður áfram. Ekki hefur verið boðað á annan fund sjá meðfylgjandi frétt: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/03/16/hafna_eflingarsamningi_borgarinnar/

Þetta eru vissulega skrítnir tímar sem þjóðfélagið er að ganga í gegnum en eins og sannir íslendingar stöndum við þétt saman og hjálpumst að við að veiran dreifist ekki hratt út.
Unnið er að skipulagningu leikskólans vegna takmörkunar á skólastarfi næstu vikurnar, leiðarljós okkar er að gæta að stöðugleika og öryggi barnanna okkar.
Deildunum verður skipt upp í tvo hópa og svo unnið með litla hópa innan þess sem kennarar sjá um. Við komum til með að hafa minna leikefni en samt fjölbreytt svo að stefna okkar fái aðeins að njóta sín. Allt leikefni verður þrifið milli hópa. Við komum til með að vera mikið úti ef að verður leyfir.

Við látum fylgja hér með tilmæli til foreldra og biðjum við ykkur um að fara eftir þeim til að aðstoða okkur við hreinlæti og skipulag.
Tilmæli til foreldra
  • Aðgengi foreldra inn í leikskólann verður takmarkað.
  • Foreldrar hafa einungis aðkomu í fataherbergi leikskólans og stoppa eins stutt og kostur er, þó án þess að valda barni sínu streitu.
  • Einungis fáir foreldrar séu í fataherbergi í einu og aðeins einn aðili frá hverju barni.
  • Áður en börnin koma inn á deild óskum við eftir því að þið þvoið hendur barns og sprittið áður en barnið fer til starfsmanns.
  • Foreldrar eru beðnir um að snerta ekki hluti í fataherbergi að óþörfu og helst ekki annað en fatahólf síns barns og eigur þess.
  • Finni foreldri eða börn fyrir flensueinkennum er ekki æskilegt að þau komi í leikskólann.
  • Starfsfólk tekur á móti börnum í fataherbergi en heldur fjarlægð milli sín og foreldris eins og hægt er. Starfsfólk fylgir börnum inn á deildir.
  • Gera má ráð fyrir útiveru barna í lok dags ef veður leyfir
  • Foreldrar eiga að tæma hólf barnanna daglega.
  • Foreldra gæti fyllsta hreinlætis hvað varðar fatnað barna, bæði inni- og útifatnað enda liggja fatahólf þétt saman. Þetta á einnig við um aðrar eigur barnanna.
  • Börnin komi ekki með leikföng eða aðra sambærilega hluti með sér að heiman

Við vonum svo sannarlega að verkfallið farið að leysast, við munum halda ykkur upplýstum og áður en leikskólinn hefst aftur fáið þið frekari upplýsingar um skipulag þessa daga og í hvaða hópum börnin eru.