Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans er 6. febrúar næstkomandi, en það var á þeim degi árið 1950 sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara. Við á leikskólanum Rjúpnahæð höldum alltaf uppá þennan dag og því verður enginn breyting þar á þetta árið.

Við ætlum að halda upp á hann á þriðjudaginn 6. febrúar. Eins og undanfarinn ár þá fá börnin alltaf að kjósa um hvað er í matinn og vann pítsa þetta árið eins og síðustu fjögur ár. Einnig fengu þau að kjósa hvað yrði í kaffinu og vann kaka þetta árið eins og undanfarin ár.

Í tilefni að degi leikskólans spurðum við börnin "Hvað er leikskóli?", "Hvað gerum við í leikskólanum?", "Af hverju erum við í leikskóla?" og "Hvað er skemmtilegt að gera í leikskólanum?". Spurningarnar útfærum við alltaf eftir aldri barnanna.