Dagur leikskólans 6. febrúar
Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í 17. sinn. Við á Rjúpnahæð héldum uppá daginn eins og ár hvert. Eins og áður hefur komið fram fá börnin alltaf að kjósa hvað er í matinn og var pítsa verðugur sigurvegari þetta árið eins og undanfarinn ár, einnig varð vann kaka sína kosningu og var þá skúffukaka í kaffitímanum.
Allir voðalega ánægður að fá pizzu með skinku, hakki, pepparoni eða osti. Kakan slær svo alltaf í gegn hjá flestum börnunum.
Við héldum svo Vinastund í tilefni dagins og fékk hver deild að velja eitt lag til að syngja í vinastund. Það voru löginn, "Fingurnir" "Kalli litla könguló" "Heyrðu snöggvast snati minn" "Krókódíll í lyftunni" og "Ein stutt ein löng" sem voru sungin þetta árið.
Einnig var tilbreyting þetta árið að við vorum með þrautabraut í flæðinu fyrir börnin og svo danspartý í Lundi, þetta var að ósk hjá nokkrum börnum og sló þetta bæði alveg í gegn hjá öllum aldri.
Þriðjudaginn 6. febrúar er dagur leikskólans í 17. sinn og er hann haldinn hátíðlegur á flestöllum leikskólum landsins en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.
Látum Dag leikskólans verða okkur hvatningu til að kynna okkur það mikilvæga starf sem þar fer fram.