Skipulagsdegi frestað um óákveðin tíma !

Í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu var ákveðið á fundi leikskólanefndar í gærkvöldi að fresta skipulagsdeginum sem átti að vera núna á mánudaginn 23. mars um óákveðinn tíma. Ef verkfallið verður leyst mun því leikskólinn verða opinn á mánudaginn, endilega fylgist með fréttum.
Hópaskipting deildanna verður send í dag.

Einnig höfum við frestað námsferð leikskólans sem átti að vera í maí og hefur sjötta skipulagsdeginum sem átti að vera 22.maí verið frestað um óákveðin tíma.