Ánægjulegar fréttir - leikskólinn opnar

Ánægjulegar fréttir , samningarnefnd Eflingar hefur frestað verkfalli frá og með morgundeginum 25.mars. Leikskólinn verður því þrifinn á morgun og opnar á fimmtudaginn 26.mars. Leikskólinn verður opinn til 16:15, mjög nauðsynlegt er að virða vistunartímann þar sem deildarstarfsmenn þrífa leikföng, fataklefa og deildina á milli 16:15-16:30 fyrir næsta dag.
Leikskólinn opnar með því skipulagi sem hefur verið sent til ykkar, munu því hópar E og D mæta á fimmtudaginn. Hóparnir munu rúlla á milli daga. Hópur A og B eiga að vera þessa viku mánudag, miðvikudag og föstudag en hópur E og D þriðjudag og fimmtudag, í næstu viku þá breytist þetta þannig að A og B hópur eru þriðjudag og fimmtudag en D og E hópur mánudag, miðvikudag og föstudag.
Deildunum er skipt upp í tvo hópa og svo unnið með litla hópa innan þess sem kennarar sjá um. Við komum til með að hafa minna leikefni en samt fjölbreytt svo að stefna okkar fái aðeins að njóta sín. Allt leikefni verður þrifið milli hópa. Við komum til með að vera mikið úti ef að verður leyfir.