Dagur einhverfunnar

Gleðilegan apríl mánuð kæru foreldrar. Við tökum fagnandi á móti apríl eftir þennan furðulega (og rosalega langdregna) mars mánuð. Hann kenndi okkur þó ýmislegt sem við getum verið þakklát fyrir og eigum við aldrei eftir að gleyma þessum tíma.

Á morgun, 2. apríl er dagur einhverfunnar. Við ætlum að fagna honum með því að mæta í bláu. Hópar A og B mega því mæta í bláu á morgun en hópur D og E á föstudaginn :) Við ætlum jafnframt að hefja umræðu um einhverfu, hafa spurningu dagsins og fræðast.