Vikan í Rjúpnahæð

Vikan í leikskólanum hefur gengið mjög vel hér í Rjúpnahæð, við reynum að halda rútínu eins og hægt er á þessum sérstöku tímum. Við höfum verið mikið úti, inni hafa krakkarnir verið að búa til páskaskraut, í dag og í gær ræddum við um einhverfu í tilefni að degi einhverfu sem var í gær 2.apríl og má sjá nokkur hugarkort á myndum hér með fréttinni. Eðlilega eru þetta sérstakir tímar fyrir alla í þjóðfélaginu og er þetta tími sem mun aldrei gleymast, hugsum vel um okkur sjálf og fólkið okkar. Við viljum enn og aftur þakka ykkur fyrir samvinnuna í gegnum þessa tíma.
Með fréttinni fylgja nokkrar myndir af starfinnu í vikunni
Góða helgi og hafið það gott
Starfsfólk Rjúpnahæðar

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn