Páskakveðja

Um leið og við starfsfólk Rjúpnahæðar viljum óska ykkur gleðilegra páska viljum við þakka ykkur fyrir þann mikla skilning og góðu samvinnu á þessum tímum. Eins og við höfum áður komið inn á eru þetta svo sannarlega sérstakir og krefjandi tímar sem við stöndum frammi fyrir í þjóðfélaginu en með því að leggjast öll á eitt og hjálpast að þá komumst við saman yfir þá. Við hvetjum ykkur að ferðast innanhús þessa páskana, njóta samverunnar, borða góðan mat og gera eitthvað skemmtilegt saman. Gleðilega páska kæru fjölskyldur, hafið það gott og njótið þess að borða páskaegg :)


Starfsfólk Rjúpnahæðar