Vegna fyrirhugaðra, áframhaldandi verkfallsaðgerða

Til þeirra er málið varðar: 

Yfirlýsing foreldrafélags og foreldraráðs leikskólans Rjúpnahæðar vegna fyrirhugaðra, áframhaldandi verkfallsaðgerða félagsfólks Eflingar 5. maí 2020.
Foreldrafélag- og ráð leikskólans Rjúpnahæðar lýsa yfir miklum áhyggjum vegna frétta af yfirvofandi verkfalli Eflingar í Kópavogi. Allt skólahald á Rjúpnahæð lá niðri frá 12. mars ¿ 26. mars og í framhaldi af því hófst samkomubann með skertri viðveru. Við höfum miklar áhyggjur af börnunum okkar sem þrá ekkert heitar en að komast í venjulegt skólahald. Okkur finnst þetta engan veginn boðlegt á þessum fordæmalausu tímum.
Litlar fréttir hafa borist af viðræðum samningsaðila og langt hefur verið á milli samningafunda ef marka má fréttaflutning sem veldur miklum áhyggjum um framhaldið.
Foreldrafélag- og ráð Rjúpnahæðar skora hér með á samninganefndir Eflingar og Kópavogsbæjar að halda áfram viðræðum af fullri alvöru og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná saman um ásættanlegan kjarasamning. Foreldrafélag- og ráð Rjúpnahæðar skora jafnframt á önnur foreldrafélög og foreldraráð að gera slíkt hið sama og þrýsta á samninganefndir deiluaðila að komast að samkomulagi sem fyrst. 
Kópavogur, 27. apríl 2020, 

F.h.Foreldrafélags Rjúpnahæðar
M. Hildur Jónasdóttir
F.h. Foreldraráðs Rjúpnahæðar
Bára Óladóttir