Frá Menntasviði Kópavogs

Sæl öll
Á tímum sem þessum þar sem daglegt líf barna hefur farið úr skorðum vegna utanaðkomandi áhrifa er mikilvægt að reyna að búa til tíma og rými þar sem þau fá tækifæri til að hitta vini sína og kennara og njóta leiksins. Menntasvið Kópavogs leggur áherslu á að þeir leikskólar í Kópavogi sem hafa þurft að loka vegna verkfalls Eflingar bjóði börnum í leikskólanum upp á samveru í útiveru tvo tíma á dag eins og venjubundið er í leikskólastarfi, meðan á verkfalli stendur til að gefa þeim tækifæri til að njóta samvista í leik og starfi.

Boðið verður upp á útiveru í leikskólanum í tvo tíma á dag, kl. 9-11. Starfsmenn leikskólans verða til staðar og börnin hafa aðgang að salerni leikskólans. Leikskólastjórar taka að sér að ræsta þá aðstöðu en að öðru leyti er húsnæðið ekki opið þessa dagana
Þessi ráðstöfun er hugsuð til að hlúa að velferð barna og stuðla að öryggi og vellíðan þeirra.

Við erum þakklát leikskólastjórum og starfsmönnum leikskólanna fyrir að standa vaktina og finna lausnir til að börnin geti notið sín í leik og starfi.