Rjúpnahæð í leik og starfi

Í Rjúpnahæð er alltaf líf og fjör. Aðlögun barna hefur gengið vel sem hefur þó verið með breyttu sniði vegna Covid-19 en allt hefst það með góðri samvinnu við foreldra. Við bjóðum nýjum börnum, foreldrum og forráðamönnum hjartanlega velkomin í Rjúpnahæð.
Í dag byrjaði formlega Lundur (salurinn) og Laupur (myndlist) allt að komast í rútínu. Við erum eins og áður hefur komið fram ekki að slaka á neinum ráðstöfunum vegna Covid-19 og förum öllu með gát sem hefur gengið mjög vel.

Nú er að byrja hjá okkur spennandi viðbót við vinnuna okkar með Lubba og óskum við eftir smá samvinnu við börn og foreldra. Við höfum útbúið svokallaða Málhljóðakassa sem staðsettir eru á Mýri. Hugsunin á bakvið málhljóðakassana er að hafa málhljóðin áþreifanleg fyrir börnin en hingað til höfum við hengt upp myndir af hlutum sem eiga hvert málhljóð fyrir sig. Við ætlum að safna hlutum með hverju málhljóði og setjum þá í málhljóðakassana. Síðan ætlum við að nota hlutina í allskonar leiki, umræður og fræðslu. Hvert málhljóð fær sinn kassa og ætlum við að hjálpa Lubba að safna hlutum í kassana. Hver deild dregur tvö málbein í einu og fær þá ábyrgð á að safna hlutum í viðeigandi málhljóðakassa. Málhljóðakassarnir eru í stærðinni 15x17x10. Deildastjórar senda ykkur hvaða málbeini þau beri ábyrgð á hverju sinni.

Okkur langar því að bjóða börnunum að koma með smáhluti að heiman og gefa Lubba okkar.
Fréttamynd - Rjúpnahæð í leik og starfi Fréttamynd - Rjúpnahæð í leik og starfi Fréttamynd - Rjúpnahæð í leik og starfi Fréttamynd - Rjúpnahæð í leik og starfi Fréttamynd - Rjúpnahæð í leik og starfi Fréttamynd - Rjúpnahæð í leik og starfi Fréttamynd - Rjúpnahæð í leik og starfi Fréttamynd - Rjúpnahæð í leik og starfi Fréttamynd - Rjúpnahæð í leik og starfi Fréttamynd - Rjúpnahæð í leik og starfi Fréttamynd - Rjúpnahæð í leik og starfi Fréttamynd - Rjúpnahæð í leik og starfi Fréttamynd - Rjúpnahæð í leik og starfi

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn