Jólaball og jólamatur

Það var mikill spenningur í krökkunum í morgun þegar þau mættu í leikskólann enda jólaball framundan. Börnin á Krummahreiðri byrjuðu á því að syngja fyrir okkur og kveikt var á öðru kertinu í aðventukransinum okkar, Betlehemskertinu. Á jólaballinu spilaði Kristín á píanóið og við sungum og dönsuðum í kringum jólatréð. Þeir Skyrgámur og Hurðaskellir komu svo og dönsuðu með okkur og gáfu öllum börnunum mandarínu svo fengu Mýri og Mói tvo gullfiska hvor í fiskabúrið sitt. Eftir jólaballið var hátíðarjólamatur þar sem boðið var upp á hamborgarahrygg, karmellukartöflur, rauðkál, gular- og grænar baunir, sósu og laufabrauð. Starfsfólk þjónaði til borðs svo að allir fengu að njóta sín í ró og næði. Yndislegur og notalegur dagur.