Lífið í Rjúpnahæð

Það er alltaf líf og fjör í Rjúpnahæð þrátt fyrir Covid og takmarkaða umgengni um leikskólann. Við höfum mikið verið úti enda veðrið verið nokkuð gott, Jóna Gulla bjó til nýja þraut fyrir okkur í vikunni á Mýri þar sem krakkarnir blésu bolta áfram með röri (allir fengu sitt rör) ótrúlega skemmtilegt og erfitt :)
Í dag vorum við með bleikan dag í leikskólanum sem var voða skemmtilegur, það var svo gaman að sjá hvað margir tóku þátt og fóru flestir starfsmennirnir líka alla leið. Í hádeginu fengum við svo bleikan grjónagraut að borða sem krökkunum fannst ótrúlega skemmtilegt.
Nú erum við aðeins byrjuð að undirbúa Hrekkjavökuna sem verður hjá okkur í lok október en börnin kjósa hvað verður í matinn og slíkt og svo ætla deildirnar eitthvað að skreyta hjá sér
Nokkrar myndir fylgja með
Góða helgi

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn