Þakklæti til foreldrafélags Rjúpnahæðar

Okkur í Rjúpnahæð langar að þakka foreldrafélaginu fyrir þær gjafir sem þau hafa fært okkur í leikskólanum síðustu misseri. Í sumar keypti foreldrafélagið hjálma fyrir börnin, það var orðin mikil þörf á því að skipta út hjálmunum og var þetta því kærkomið.
Núna í haust hefur foreldrafélagið einnig keypt fyrir okkur stóla fyrir starfsfólk inn á deildir, tvennskonar stólar voru keyptir, góðir starfsmannastólar við matarborðin og jóga stólar inn á allar deildir, sem eru stólar fyrir starfsfólkið að sitja á gólfinu með börnunum í leik og samverustundum.
Foreldrafélagið tók einnig þátt í því að við gátum boðið starfsfólkinu okkar upp á dýrindismat á skipulagsdeginum 19. nóvember sl. þar sem við þökkuðum starfsfólkinu okkar fyrir að standa svo vel vaktina á þessum skrítnum tímum. Það er ekki sjálfgefið að allar breytingar sem þarf að gera til að sóttvarnir séu í lagi gangi svona vel og væri ekki hægt nema með samvinnu starfsfólks og foreldra.
Kærar þakkir fyrir okkur, þetta er ómetanlegt
Hrönn, Margrét og starfsfólk Rjúpnahæðar