Jólaball og jólamatur

Í dag var mikill hátíðisdagur hjá okkur í leikskólanum þar sem við vorum með jólaball og hátíðarjólamat
Eins og áður hefur komið fram var dagurinn hjá okkur með breytt sniði, við vorum með tvö jólaböll þar sem við erum í tveimur sóttvarnarhólfum, Mói byrjaði í morgun á jólaballi klukkan 9:00, eftir jólaballið voru Mói og Mýri í sínum hólfum þar sem við kvöddum Elisubeth okkar þar sem hún er að hætta hjá okkur. Jólasveinarnir komu rafrænt til okkar í ár og vöktu þeir mikla lukku, þeir sungu "með" okkur og sögðu okkur brandara, þeir sáu vel hvað krakkarnir í Rjúpnahæð eru dásamleg og dugleg. Þeir höfðu skilið eftir poka fyrir utan leikskólann sem hafði að geyma pakka handa öllum krökkunum, allir fengu vasaljós sem sló í gegn. Þeir sögðu okkur einnig að þeir ætluðu að gefa okkur gullfiska en það var svo kalt úti í dag að við fáum þá heimsenda síðar ;)
Í hádeginu var svo hátíðarjólamatur þar sem allir borðuðu vel af hamborgarahrygg og meðlæti, eftir hádegismatinn var svo jólaball hjá Mýri þar sem þau sungu og dönsuðu í kringum jólatréð. Eftir jólaball og leik inni á deild var svo kaffitími inni á deildum þar sem allir fengu pizzusnúða, mandarínu og piparköku. Í lok dags horfðu þeir sem vildu á Rudolf :)

Í vikunni erum við búin að kveðja tvo starfsmenn hjá okkur Sibbu og Elisabethu en þær eru báðar að hætta að vinna vegna aldurs og ætla að fara að njóta lífsins :) Við þökkum þeim innilega fyrir samfylgdina í gegnum árin, við eigum eftir að sakna þeirra mikið.

Þetta var yndislegur dagur í Rjúpnahæð.
Með fréttinni fylgja nokkrar myndir.