Rafmagnslausi dagurinn á þriðjudaginn

Þriðjudaginn 12. janúar verður rafmagnslausi dagurinn hjá okkur í leikskólanum, þann dag mega börnin koma með vasaljós í leikskólann. Planið er að fara út nokkuð snemma um morguninn með vasaljósin (ef að veður leyfir) og gera okkur dagamun með skemmtilegri samverustund og fræðslu um rafmagnið. Fræðslan um rafmagnið og rafmagnslausa daginn tengist gömlu dögunum og Þorranum sem nálgast hjá okkur. Þar sem börnin fræðast um gömlu dagana þegar ekki var til rafmagn í húsum og híbýlum.
Munið eftir að hafa ný batterí í vasaljósunum og merkja þau!