Leikskólinn Rjúpnahæð hefur tekið þátt í þróunarverkefninu "Snemmtæk íhlutun" síðan í janúar 2019 ásamt öðrum leikskólum í Kópavogi undir verkstjórn Ásthildar B. Snorradóttur talmeinafræðings. Eitt af markmiðum þróunarverkefnisins var að hver skóli útbyggi handbók sem nú er tilbúin. Í handbókinni eru allir ferlar skilgreindir og skráðir niður, t.d. hvenær og hvernig er gripið inn í með snemmtækri íhlutun ef framfarir í máli eru ekki aldurssvarandi. Handbókin á að vera lifandi og því hægt að breyta samhliða þróunar í leikskólastarfinu. Heiða María Angantýsdóttir og Jóhanna Marsibil Pálsdóttir hafa verið með yfirumsjón á verkefninu fyrir hönd leikskólans og þökkum við þeim innilega fyrir alla vinnuna sem þær hafa lagt í verkefnið.
Hér má finna handbók leikskólans um Snemmtæka íhlutun:
Handbók - Snemmtæk íhlutun -tilbúin fyrir heimasíðu1.pdf