Upplýsingar um deildarfundi


Til þess að styrkja starf leikskólans okkar betur erum við með deildarfundi sem haldnir tvisvar í viku á öllum deildum. Með fundunum getum við unnið að markvissara starfi og horft betur á einstaklinginn þar sem við getum hist reglulega, deilt upplýsingum og skoðunum. Við teljum að með þessum fundum getum við hugað betur að einstaklingnum, þörfum hans og því gert námið einstaklingsmiðað.

  • Fundir á Mýri eru á morgnanna frá 8:00-8:30/8:30-9:00. Tekið er á móti börnunum í matsal leikskólans.
  • Fundir á Móa eru í hádeginu þegar börnin eru í hvíld. Þá skiptast deildirnar á að leysa hvor aðra af.
  • Álmufundir eru aðra hverja viku hjá Móa og Mýri, fundirnir eru á föstudögum.
  • Á álmufundum eru rædd ýmis mál sem snúa að öllum deildum, mjög þarfir og góðir fundir.