Foreldrasamstarf

Leikskólinn er lögum samkvæmt fyrsta skólastigið í menntakerfinu og annast, að ósk foreldra, nám barna á leikskólaaldri. Foreldrar bera meginábyrgð á uppeldi barna sinna, en leikskólanám er viðbót við uppeldi foreldra og er á engan hátt ætlað að koma í stað þess. Á þessum grundvallaratriðum byggist foreldrasamvinna. Mikilvægt er að foreldrar þekki kennara barnsins og annað starfsfólk leikskólans og að samskiptin byggist á gagnkvæmri virðingu og trausti.

Markmiðið með foreldrasamstarfi er:

  • að rækta samvinnu og samskipti leikskólans og heimilanna
  • að veita foreldrum upplýsingar um starfsemi leikskólans
  • að stuðla þátttöku foreldra í starfi leikskólans.