Í Rjúpnahæð er lögð mikil áhersla á að umhverfi barnanna sé aðgengilegt þannig að þau læri að bjarga sér sjálf. Þess vegna förum við fram á að foreldrar taki töskurnar heim með sér og við útvegum í staðin taupoka til að hafa undir aukaföt sem geymd eru í leikskólanum.

Það sem við geymum í taupokunum eru 1-2 nærföt/samfellur til skiptanna (fleiri ef verið er að venja barn á klósett), sokkar og/eða sokkabuxur, bolur, peysa, buxur. 

Við óskum einnig eftir að komið sé með fjölnota poka að heiman sem hægt er að þvo, við notum hann undir óhrein/blaut föt sem fara heim.

Í hólfi barnsins í fataklefanum ætti að vera þykk peysa, húfa, þykkir sokkar, tvennir vettlingar, regngalli, kuldagalli og skófatnaður eftir veðri.

Munið að merkja allan fatnað og töskuna nafni barnsins.