• Við viljum við benda foreldrum á að leikskólastarfið er skipulagt með það í huga að öll börn geti tekið þátt í starfinu bæði úti og inni.
  • Samkvæmt þeim upplýsingum sem starfsfólk leikskólans hefur frá trúnaðarbarnalækni leikskólans, þá er ekkert sem bendir til þess að barn sýkist fremur í útilofti en innandyra.
  • Veik börn eiga ekki að vera í leikskóla. Eftir veikindi getum við boðið barninu að vera inni í einn dag
  • Ef foreldrar álíta að barnið sé að veikjast, vinsamlegast farið ekki fram á það við starfsfólk að hafa barnið inni.
  • Ef börnin þurfa að vera inni fleiri daga lítum við svo á að barnið sé of veikt til að vera í leikskólanum.
  • Við hringjum í foreldra ef okkur finnst barninu líða illa.
  • Útivera er holl öllum heilbrigðum börnum.
  • Við gefum aðeins lyf ef um nauðsyn er að ræða. Við viljum benda foreldrum á að hægt er að fá sýklalyf sem einungis eru gefin x2 á dag.
  • Við hringjum í foreldra ef börnin meiða sig illa. Einnig skráum við öll slys á sérstakt slysaskráningareyðublað.