Leikskólinn fylgir ákveðnu dagskipulagi sem þó er sveigjanlegt, það er sniðið að þörfum barnanna, þroska þeirra og aldri. Á öllum deildum er dagskipulagið sjónrænt. Dagskipulagið og ákveðnar tímasetningar gefa starfinu ákveðna festu og veita hverju barni öryggi.

Dagsskipulag:

07:30-08:00
Leikskólinn opnar
08:00-08:30
Morgunmatur- Hafragrautur
08:00-09:40
Tekið á móti börnum inni á deild/Flæði/Ávaxtastund
09:40-10:00
Samverustund
10:00-11:30
Flæði/Hópstarf/Lundur/Laupur/Útivera/Útikennsla
11:20-12:00
Sögustund Mýri/Hádegisverður Mói
12:00-12:50Hádegisverður Mýri /hvíld Mói
13:00-14:30
Hópastarf/Hreyfistundir/Flæði/Laupur/Útivera/Útikennsla
14:20-15:15
Síðdegishressing
15:15-16:00
Leikur inni á deildum/Flæði/Róleg stund/Útivera
16:00-16:30
Börn á Móa sameinast í flæði/Mýri sameinast í Bjargi
16:15-16:30
Börn sameinast í Bjargi/Frjáls leikur
16:30
Leikskólinn lokar

     

Einu sinni í viku er vinastund þar sem allir í leikskólanum bæði börn og kennarar eru saman komin ýmist inni eða úti við varðeld, það fer eftir veðri. Vinastund hefst þegar slegið er á þríhorn og fengið er hljóð og þá er ákveðið upphafslag sungið og síðan er sama lag notað til að enda vinastundina. Vinastund er samverustund þar sem sungið er og/eða fréttir sagðar öllum í leikskólanum.