Um útikennslu

Markviss útikennsla hófst í leikskólanum haustið 2014, sem liður í þróunarverkefni á vegum Kópavogsbæjar með yfirskriftinni Sjálfbærni og vísindi þar sem við völdum okkur útikennslu. Í vetur ætlum við að halda áfram að þróa útikennsluna okkar, við verðum með ýmsar skemmtilegar nýjungar eins og útieldun, söfnunartunnur fyrir vatn svo eitthvað sé nefnt, sjá nánar starfsáætlun.

Öll börn í leikskólanum taka þátt í útikennslu en yngstu árgangarnir eru með styttri viðveru en þau eldri. En útikennslan er á bilinu kl.9:30-15:00 á útikennsludögunum hjá hverri og einni deild.
Deildarnar eru  með fasta daga í útikennslu - geta verið á mismunandi dögum eftir vikum og það er vegna skipulags í Lundi og Laup.

Starfsáætlun 2015-2016

Hér (PDF skjal) má sjá starfsáætlun í útikennslu veturinn 2015-2016