Aðalnámsskrá leikskóla

Menntamálaráðuneytið gefur út Aðalnámskrá leikskóla. Hún er fagleg stefnumörkun og lýsir sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við um allt leikskólastarf. Hún inniheldur hugmyndafræði leikskóla, markmið og leiðir. Aðalnámskrá er ákveðinn rammi um leikskólastarfið og undirstaða frekari skólanámskrárgerðar.

Í Aðalnámskrá leikskóla er lögð áhersla á að efla alhliða þroska barnsins, heilbrigða lífshætti og lífsviðhorf, lífsleikni og sjálfstraust þess. Í leikskóla skal barnið ávallt vera í brennidepli og gert er ráð fyrir að barnið sé hæfileikaríkur og getumikill einstaklingur sem kann, getur og vill.

Námskrá leikskólans mótast af þeim áherslum sem lagðar eru í Aðalnámskrá leikskóla, sérstökum áherslum/stefnu leikskólans og af þeim aðstæðum sem hann býr við. Hér er átt við ytri aðstæður og umhverfi leikskólans og þann faglega og persónulega bakgrunn sem mótar viðhorf leikskólakennaranna og starf.

Markmið námskrárinnar er:

  • að skipuleggja uppeldi og nám barnanna
  • að stuðla að skilvirkara starfi
  • að gera leikskólastarfið sýnilegra.

Námskrá leikskóla Kópavogs má finna hér