Sumarskóli Rjúpnahæðar
Sumarskóli Rjúpnahæðar er í júní. Þá er öll starfsemi leikskólans flutt út. Meginmarkmið okkar er að sumarstarfið byggist á gleði og ævintýri. Að það höfði til áhugahvöt hvers og eins til að rannsaka, uppgötva og leita svara í umhverfi sem er viðurkennandi, þar sem bæði barnið og hinn fullorðni fær að njóta sín. Ákveðin viðfangsefni eru í boði á ákveðnum stöðum, innan leikskólalóðarinnar og utan hennar. Í sumarskólanum höfum við 2. , 12. og 29. greinar Barnasáttmálans að leiðarljósi þar sem ríkir jafnræði og allir fá að njóta sín á sínum forsendum, allir hafa rétt á sínum skoðunum og láta þær í ljós og allir fá menntun sem gefur þeim tækifæri til að þroskast á sínum eigin forsendum og rækta hæfileika sína.
Hægt er að sjá svæðin hér til hliðar og hvað er í boði á þeim.