Íþróttasvæði

Í sumarskólanum þá færist allt starf leikskólans út og er lóðinni skipt í nokkur svæði. Eitt af þessum svæðum er íþróttasvæði. Íþróttasvæðið sjálft er yfirleitt fyrir utan leikskólann, á grassvæðinu sem er þar rétt hjá. Þar er hægt að fara í allskonar leiki og íþróttir. Einnig er farið í göngutúra eða á aðra staði þar sem hægt er að fara í leiki. Börnin fá að velja sér á hvaða svæði þau vilja vera í sumarskólanum og geta þau þá valið sér að fara á íþróttasvæðið þegar þau eru kominn út eftir samverustund.

Á íþróttasvæðinu er farið í fjölbreytta leiki eins og eltingarleiki, ratleiki, samvinnuleiki, þrautabraut og kynnt fyrir börnunum mismunandi íþróttir, farið í göngutúra og annað sem tengist hreyfingu úti.

Samkvæmt aðalnámskrá leikskólans í Kópavogi er markmið hreyfingar hjá barni 1-6 ára sú að barn fullnægi hreyfiþörf sinni og efli með því hreyfiþroska, hreyfigetu og samhæfingu. Þrói með sér jákvæða líkamsvitund og eigi kost á alhliða hreyfingu, fái að reyna á sig og slaka á.

Í leik barnanna er sagt að barn eigi að hafa aðgang að skapandi umhverfi og tækifæri til að hreyfa sig í mismunandi landslagi, bæði úti og inni, þar sem það fær tækifæri til að beita fín- og grófhreyfingum.

Að það finni fyrir því að það sé borin virðing fyrir líkamlegri virkni og þörfinni til að hreyfa sig, finni fyrir öryggi í umhverfinu og upplifi gleði.

Með þessi markmið til hliðsjónar er reynt að framfylgja þeim öllum á íþróttasvæðinu. Tekið er tillit til aldurs barnanna, því þau sem eru yngst hafa ekki alveg eins mikla hreyfigetu eða úthald eins og þau sem eldri eru. Þá verður að aðlaga hvern dag eftir hvernig börnin eru upplögð þann daginn sérstakalega fyrir þau yngstu.

Hreyfing er börnum eðlislæg og stuðlar að vellíðan. Hreyfing hefur í för með sér gleði og ánægju og í gegnum hana læra börn að takast á við daglegt líf og nýjar aðstæður.

Með því að fara hér inn á linkinn má sjá dagskrá Íþróttasvæðisins í sumar :)
Íþróttasvæði sumar 2020 dagskrá.pdf