Búleikur/hlutverkaleikur

Í hlutverkaleik fá börn tækifæri til að endurskapa þekkingu sína í samskiptum við önnur börn þar sem reynir á hugmyndaflug og sköpunarhæfni þeirra. Börnin þurfa að koma sér saman um hvernig leikurinn eigi að vera, hverjir sinna hvaða hlutverki og hvaða efnivið skuli nota. Yfirleitt yfirfæra börn það sem þau sjá í daglegu lífi í leikinn og skapa þau þannig heim hinna fullorðnu. Oftar en ekki endurskapa þau umhverfi heimili síns og leika þá foreldra, börn og dýr eða umhverfi leikskólans og leika þá kennara og börn. Allt ferlið sem felst í hlutverkaleik styrkir tilfinninga, - félags- og málþroska barnanna.

Búleikur/hlutverkaleikur Rjúpnahæðar verður staðsettur í litlu kofunum á lóðinni okkar. Þar verður í boði hinn ýmis efniviður, t.d. pottar, pönnur, eldhúsáhöld, dúkkur, kerrur ofl. Á góðviðrisdögum komum við einnig til með að tjalda á grasfletinum næst kofunum, en tjöld geta boðið upp á hin ýmsu ævintýri :)