Dans og leiklistar smiðja

Í smiðjunni verður farið í dans og spuna æfingar og leiki sem virkja sköpunargleði, tjáningu og félagslega færni barnsins. Ásamt æfingum og leikjum sem stuðla að samhæfingu og taktvitund. Þar verður gleðin í fyrirrúmi og ímyndunaraflið virkjað á fjölbreyttan hátt. Unnið verður með ákveðið þema í hverri viku og verður smiðjan lifandi og breytileg eftir áhugasviði barnanna.

Dans er líkamleg tjáning á tilfinningum og hugmyndum í gegnum hreyfingar og takt. Dansinn eflir tilfinningalegan, líkamlegan og félagslegan þroska barnsins. Í leikræna ferlinu getur barnið prófar kenningar sínar um heiminn og sjálfan sig þar sem börnin ganga inn í ímyndaðan heim og takast á við margvísleg hlutverk. Dans og spuni er í raun framlenging leiksins sem barnið stundar nú þegar.

Í smiðjunni verður m.a. annars boðið uppá þrautabrautir, kenndir dansar, farið í spæjaraferð, farið í leiki og margt, margt fleira.