Könnunarferðir og úrvinnsla

Í könnunarferðum erum við að skoða okkar nánasta umhverfi. Við ætlum að skoða gróðurinn, finna hvað hann heitir og skoða alla þá fallegur liti sem náttúruna hefur upp á að bjóða. Við komum til með að skoða hvað staðirnir heita og hvað við finnum úti í náttúrunni.

Hugmyndin er að merkja staði og gróður inn á stórt kort af nágrenninu okkar.

Við tínum allskonar gróður og förum með í leikskólann. Þá byrjar úrvinnslan sem er að þurrka, pressa og gera listaverk úr því sem við söfnum.