Orðafjör

Málörvun er stór hluti af almennu leikskólastarfi. Öll svæði sumarskólans eru vel til þess fallin að stuðla að auknum málþroska. Í orðafjöri verður málörvunin markvissari. Það gerum við meðal annars með þeim hætti að notast verður við fyrirfram ákveðin námsgögn í útiveru svosem tilbúin spil, myndi og skráningar. Börnin fá þá tækifæri til að efla orðaforða um leið og það kannar náttúruna og sitt nánasta umhverfi, hvort sem er innan eða utan lóðar leikskólans.