Ævintýraland Salaskóla
Ævintýraland er sumarskóli fyrir elstu börnin í Rjúpnahæð sem er starfræktur frá Salaskóla. Ævintýraland er samvinnuverkefni á milli Rjúpnahæðar og Fífusala.
Í Ævintýralandi er spennandi, fjölbreytt og krefjandi nám með elstu börnunum. Þar dvelja börnin með kennurum sínum í ca 4 vikur. Umhverfi Salaskóla býður upp á meira frjálsræði og læra þau enn frekar að bera ábyrgð á sjálfum sér og umhverfi sínu, að bera virðingu fyrir hvort öðru og stuðla að sjálfstæði og sjálfsbjargarviðleitni. Þar fá þau einnig tækifæri á því að kynnast skólaumhverfinu sem við teljum vera gott veganesti fyrir krakkana.
Í Ævintýralandi er farið í allskonar lengri ferðir t.d. Guðmundarlund, fjöruferð, húsdýragarðinn og margt, margt fl. Í skólanum er einnig brallað ýmislegt og má þar nefna bökunardaga og snyrtidaga.
Alla föstudaga er sameiginlegur hjóla-og grilldagur Rjúpnahæðar og Fífusala.
.jpg)